14.12.1983
Sameinað þing: 32. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1812 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

1. mál, fjárlög 1984

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil vekja athygli á því, að þegar till. er dregin til baka, tekin aftur, verður að leggja hana aftur fram við 3. umr. Ég vil að það sé ljóst. (Iðnrh.: Forseti. Má fá að heyra hvernig 41. gr. þingskapa hljóðar?) Ég tel að það reki ekki nauður til þess að fara að lesa upp svo sjálfsagt mál eins og 41. gr. þingskapa. Það verður ekki veitt orðið meðan á atkvgr. stendur. Þm. geta fengið orðið strax á eftir. (Iðnrh.: Má ég spyrja hvað hann hefur sérstakt, forseti Nd. Honum var hleypt upp í miðri atkvgr. og í áróðursskyni, en ég ætla ekki að tala þannig núna.) Já, ég veit það að hæstv. iðnrh. kann alltaf fótum sínum forráð.