14.12.1983
Efri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1815 í B-deild Alþingistíðinda. (1507)

Um þingsköp

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Virðulegi forseti. Út af umr. um þingsköp í sambandi við þetta mál vil ég skýra frá því, að ríkisskattstjóri taldi nauðsynlegt að leggja þetta frv. fram jafnhliða frv. um tekju- og eignarskatt sem hér hefur verið til umr. Því miður kom þetta mál nokkuð seint á okkar borð, en ég vil geta þess hér, að strax þegar próförk varð til í gærdag hafði ég samband við formenn allra flokkanna og afhenti þeim próförkina til athugunar með ósk um að ég fengi að vita ef um yrði að ræða athugasemdir við að leggja þetta fram nú. Það er öllum ljóst að ákaflega óheppilegt er að þurfa að fara að gefa brbl. út í þinghléi um mál sem eingöngu er til leiðréttingar miðað við það sem hér er til umr. í sambandi við tekju- og eignarskatt.