15.12.1983
Sameinað þing: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1854 í B-deild Alþingistíðinda. (1558)

139. mál, frysting kjarnorkuvopna

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil lýsa stuðningi mínum og míns þingflokks við þessa till. Ég harma það reyndar að við höfum rétt einu sinni misst af vagninum að því leyti að vera ekki búin að taka nægilega greinilega afstöðu til þessara mála þegar þau eru til umfjöllunar á öðrum stöðum á alþjóðavettvangi. Ég vil taka þá sök á mig alveg eins mikið og aðrir þm. Við höfum ekki verið vakandi á verðinum. Þetta leiðir hugann að því að mjög tímafrek og löng brbl.-umræða á þessu þingi getur orðið að ákveðnum ávana sem smitar út í umfjöllun um aðra málaflokka, leiðir til þess að maður fjalli yfirleitt ekki um þá fyrr en þeir eru gengnir og afgreiddir á öðrum stöðum.