15.12.1983
Sameinað þing: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1870 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

139. mál, frysting kjarnorkuvopna

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hefur komið fram ósk frá hv. 3. þm. Reykv. um að þeir sem eru á mælendaskrá falli frá orðinu. Ég vil spyrja hvort menn eru samþykkir því. Hv. 4. landsk. þm. er samþykkur því. Hv. 5. þm. Austurl. Má ég spyrja ....? (HG: Já, það má ræða um þessi mál seinna.) Og 7. þm. Reykv.? (ÓRG: Ég beindi fsp. til forseta og bíð eftir svari.) Varðaði það þingsköp? (ÓRG: Já, fsp. sem var beint til forseta. Ég skal endurtaka hana.) Já. (ÓRG: Það var um það hvort forseti vildi greiða fyrir því að síðar í dag gæfist tími til þess að ræða ásakanir hv. þingflokks formanns Sjálfstfl.) Það verður ekki annar fundur í Sþ. í dag en þessi. Og ég geri ráð fyrir að menn hafi tækifæri til að ræða saman síðar. (SvG: Forseti. Er það rétt skilið hjá mér að það hafi verið boðaður fundur forseta og formanna þingflokkanna kl. 5?) Já. (SvG: Þá gefst væntanlega kostur á að ræða þessar ásakanir.) Já. Samkv. því sem hér hefur komið fram eru ekki fleiri á mælendaskrá.