16.12.1983
Efri deild: 32. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1891 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

147. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Fjh.- og viðskn. hefur rætt mál þetta og mætir nefndin með því að frv. verði samþykkt, en einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. Ein slík brtt. er þegar komin fram frá þeim Eiði Guðnasyni, Ragnari Arnalds og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Hún gengur út á það, eins og menn sjá á fjölrituðu skjali, að sérstakur aukaskattur skuli nema 1.4% af skattstofni og hækka þannig nokkuð. Ég er andvígur þessari till. og legg til að hún verði felld, en frv. síðan samþykkt.