16.12.1983
Efri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (1636)

149. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Ég sem nefndarformaður hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga þótt þetta mál fylgi því frv. sem síðasti ræðumaður gat um, þ.e. skattstigafrv. Við munum það að fram kom við 1. umr. að það væri talið eðlilegt að þessi frv. fylgdust að. Og með tilliti til þeirra upplýsinga sem hér hafa verið gefnar um það hvar skattstigafrv. er á vegi statt tel ég eðlilegt að ekki sé verið að þoka þessu máli fram fyrir.

Hins vegar held ég fyrir mitt leyti að meðferð þessa máls hangi í sjálfu sér ekki saman við hitt þegar betur er að gáð. Hér er um frádráttarliði að ræða og ég hygg að það verði ekki breyting á frádráttarliðum í margumræddu skattstigafrv.