16.12.1983
Neðri deild: 28. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1928 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að mæla fyrir brtt. við frv. til l. um breyting á lögum nr. 81 frá 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Þessa till. flyt ég ásamt hv. þm. Geir Gunnarssyni og Hjörleifi Guttormssyni. g þakka velvild forseta og hv. þd. að taka mál þetta á dagskrá.

Till. er birt á þskj. 242 og hljóðar svo, með leyfi forseta:

„1. Á undan 1. gr. komi ný gr. sem orðist svo: 1. málsgr. 2. gr. laganna orðist svo: Fiskveiðilandhelgi Íslands og auðlindirnar innan hennar eru þjóðareign, sameign allra Íslendinga.

2. 1. gr. orðist svo:

10. gr. laganna orðist svo:

Ráðherra getur, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar, ákveðið hámark þess afla sem veiða má úr einstökum fiskstofnum og sjávardýrum. Ákvörðun sína um þetta efni skal ráðherra kynna Alþingi fyrir lok hvers árs. Skal Alþingi síðan fjalla um mótun fiskveiðistefnu og ákveða stefnuna með þingsályktun.

Þingsályktun um fiskveiðistefnu fjallar um forsendur fiskveiðistefnu komandi árs. Við ákvörðun sína skal Alþingi taka tillit til þess að atvinna verði sem samfeildust, að sem mest hagkvæmni fáist við nýtingu fiskstofnanna og að þess sé gætt að ekki verði gengið á stofnana. Í ályktun Alþingis skal ákveða forsendur ákvörðunar ráðherra um skiptingu hámarksafla á skip.“

Hér er gerð, herra forseti, till. um að tekið verði á mátum á svipaðan hátt og gert er í brtt. hv. þm. Kjartans Jóhannssonar, Guðmundur Einarssonar og Kristínar Hattdórsdóttir. Síðar segir áfram:

„3. Á eftir 1. gr. komi ný gr. sem orðist svo:

Á eftir 10. gr. laganna komi ný gr. sem verði 11. gr. og orðist svo:

Ráðherra skipar nefnd til að fjalla um framkvæmd fiskeiðisstefnu. Í henni eiga sæti fulltrúar fiskverkenda, útgerðarmanna og verkafólks í fiskvinnslu samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.

Nefndin getur heimilað flutning aflaleyfa. Óheimilt er að setja aflaleyfi, en nefndin getur ákveðið að fella niður aflaleyfi ef eftir því er óskað. Þá skal nefndin í ákvörðunum stuðla að sem mestu samræmi milli veiða og vinnslu.

Þeir aðilar, sem hagsmuna hafa að gæta, geta skotið málum sínum til nefndarinnar ef þeir telja sig órétti beitta.

4. Á eftir 10. gr. laganna komi ný gr. sem verði 12. gr. og orðist svo:

Ekki verður með stoð í lögum þessum ákveðið aflamark á handfæra- eða línubáta. Þó er heimilt að ákveða heildarmark fyrir línuveiðiskip.

5. Aftan við frv. komi svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Þrátt fyrir ákvæði 10. gr. skal sjútvrh. gera tillögu til Alþingis um framkvæmd fiskveiðistefnunnar 1984 með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í greininni. Skal Alþingi þá hafa lokið umfjöllun sinni um málið fyrir lok janúarmánaðar.“

Herra forseti. Hér er eins og heyra má ekki um ýkja efnismikla brtt. að ræða. Hún er þó veigamikil í ákveðnum atriðum er lúta að því að það vald sem í frv. á þskj. 188 er gert ráð fyrir að verði nær alfarið í höndum ráðh. yrði skv. þessari brtt. í höndum Alþingis og síðan í höndum ráðh. og samtaka hagsmunaaðila í ákveðnu samstarfi. Hér er gerð tilraun til að laga frv. hæstv. sjútvrh. að þeirri gagnrýni sem kom fram við 1. umr. og var nokkuð almenn um að í frv. fælist nánast óskilyrt valdaafsal til ráðh. Hér er gerð till. um nokkuð aðra tilhögun. Í ljósi aðsteðjandi og yfirstandandi vanda er gert ráð fyrir að ráðh. geri till. til Alþingis um framkvæmd fiskveiðistefnu fyrir árið 1984 eins fljótt og við verður komið og ljúki Alþingi umfjöllun um hana fyrir janúarlok á næsta ári.

Þegar mál þetta kom til 1. umr. lýsti ég þeirri skoðun minni að hér væri augljóslega ekki verið að móta fiskveiðistefnu heldur fela ráðh. vald til að gera það. Í framhaldi af því var ráðh. spurður margra ítarlegra spurninga af mörgum ræðumönnum. Hann hefur svarað þeim að nokkru leyti við 1. umr. og nú í 2. umr. Ég verð að segja, herra forseti, sem mína skoðun að mörg af þeim svörum voru léttvæg, önnur fyrirfundust ekki. Hann svaraði þó almennt nokkru um stefnuna en stærsta svar hans og það hreinskilnasta hingað til var kannske að mál þessi væru í óvissu. Það er gott að komið er fram hér á hinu háa Alþingi að málið er enn í óvissu að mati hæstv. sjútvrh., það er verið að vinna að því o.s.frv.

Það er ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem málið er í á Alþingi sem þessi brtt. er flutt. Hún er eins og ég sagði áðan tilraun til að draga saman þær nokkuð mismunandi skoðanir sem hér virðast vera uppi. Það er þó gert þannig að fullt tillit er tekið til þess að þörf er skjótra aðgerða og alvarlegar aðstæður eru í sjávarútvegi um þessar mundir. Hér er ekki á neinn hátt reynt að bregða fæti fyrir hæstv. sjútvrh. með að hafa áhrif á mótun fiskveiðistefnunnar og grípa skjótt til þeirra aðgerða er hann telur þörf á.

Herra forseti. Með framgang þessa máts í huga og í ljósi þess að komnar eru fram tvær brtt. við frv. teldi ég það eðlilega málsmeðferð að gert yrði hlé á umr. um þetta mál meðan sjútvn. þingsins kæmu saman og tækju till. til athugunar. Ég tel þetta eðlilega málsmeðferð í ljósi þeirra umr. sem hafa farið fram við 1. og 2. umr. og með tilvísun til þeirra brtt. sem hér hafa verið fluttar.