16.12.1983
Neðri deild: 29. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

142. mál, almannatryggingar

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það mál sem hér er til umr. er þess eðlis, að á árinu 1984 skuli skattstjórar leggja sjúkratryggingagjald á þá menn sem skattskyldir eru skv. lögum nr. 57 frá 1981. Gjaldstofn sjúkratryggingagjalds skal vera hinn sami og gjaldstofn álagðra útsvara 1984. Af fyrstu 237 þús. kr. gjaldstofns sjúkratryggingagjalds greiðist ekkert gjald, en af þeim hluta gjaldstofnsins sem umfram er 237 þús. kr. greiðist í prósentum.

Þetta frv. er efnislega samhljóða lögum nr. 19 frá 1983. Álagt sjúkratryggingagjald á árinu 1983 nemur 85.8 millj. kr. Er áætlað að af þessari fjárhæð innheimtist um 80 millj. kr. Ætla má að álagning sjúkratryggingagjalds á árinu 1984 nemi 132 millj. kr. og innheimt fjárhæð verði nálægt 120 millj.

Fjh.- og viðskn. skilar nál. á þskj. 234 og mælir einróma með samþykkt frv. eins og það liggur fyrir. Undir nál. rita alþm. Páll Pétursson, Guðmundur Einarsson, Friðrik Sophusson, Þorsteinn Pálsson, Svavar Gestsson, Guðmundur H. Garðarsson og Kjartan Jóhannsson.