16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (1673)

Um þingsköp

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það er rétt sem forseti gat um, að það vantar þskj. að því er varðar seinasta dagskrármátið. Eins og kemur fram í gerðabók hv. fjh.- og viðskn. mun minni hl. skila séráliti og brtt. og það er verið að vinna þær. Um það er nm. fyllilega kunnugt. Það er af tæknilegum ástæðum sem það hefur ekki unnist hraðar. Sú tæknilega aðstoð sem á þarf að halda hefur ekki fengist vegna þess að menn hafa verið uppteknir í öðrum verkum fyrir ríkisstj., en jafnskjótt og þeim verkum er lokið verður unnt að ganga frá þessu máli.

En ég mótmæli því vissulega, og tek undir með forseta, að taka þetta mál á dagskrá öðruvísi en að nái. og brtt. hafi verið lagðar fram. Það kemur ekki til álita.