16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1957 í B-deild Alþingistíðinda. (1681)

133. mál, gjaldeyris- og viðskiptamál

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til l. sem gerir ráð fyrir að hlutafélagsbönkum sé veitt leyfi til gjaldeyrisverslunar. Það kemur fram í aths. með lagafrv. að fyrst um sinn verði væntanleg leyfi við það miðuð að þessir bankar sinni tvenns konar gjaldeyrisþjónustu, þ.e. opnun innlendra gjaldeyrisreikninga og viðskipta við ferðamenn.

Hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar hefur fjallað um málið og leggur til að frv. verði samþ. óbreytt. Undir nál. rita allir hv. nm.