16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1958 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

Um þingsköp

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs um dagskrá vegna þeirrar yfirlýsingar sem kom fram frá hv. 3. þm. Reykv. og formanni Alþb. Hann lýsti því yfir rétt áðan að ekkert samráð hefði verið haft við Alþb. um þetta mát. (SvG: Samkomulag.) Samkomulag? — Ég held áfram máli mínu og kem að þessu seinna.

Undir meirihlutaálit sjútvn. skrifar fulltrúi Alþb. í þeirri hv. n. — sá þm. Alþb. sem tvímætalaust hefur mest vit á því máli sem hér er verið að ræða um. Ég leyfi mér að halda því fram, að ef það er ekki hægt að hafa samráð við þann fulltrúa og hann svo aftur við aðra nm. í sjútvn. veit ég satt að segja ekki hvernig á að fara að þessu. Hv. þm. hefur staðið í rifrildi við aðra þm. Alþb. í dag út af afstöðu sinni í þessu máli. Svo eigum við að hlusta á málalengingar í erfiðasta, viðkvæmasta og þýðingarmesta máli þingsins. Hér er verið að þvæla um smáatriði. Það er ekki komið að stóru atriðunum. Að vísu kom hv. 3. þm. Reykv. nokkuð inn á þau í fyrri ræðu sinni í dag. En hér er verið að ræða um mál sem í raun koma ekki meginmálinu við. Við eigum hér við að glíma það sem venjulegar þjóðir mundu kalla styrjaldarástand. Við erum að ganga á móti vandamáli og þurfum að takast á við það. Allir sem við það vinna skilja að það er mesta vandamál þjóðarinnar í dag. En það eru ákveðnir pólitíkusar sem ætla að gera sér þetta að leiksoppi og reyna að tryggja pólitíska stöðu sína. Þeir eru að gera þetta að því máli að það verður hlegið að Alþingi ef við ekki ráðum fram úr þessu máli áður en við förum í jólaleyfi. Auðvitað verðum við að gera það. Það er enginn sem samþykkir þetta frv. glaður í sinni, en hins vegar veit ég að það verður að gerast, hv. 3. þm. Reykv. Ég held að það væri réttara fyrir þm. Alþb. að ræða meira við þm. Suðurt., hv. þm. Garðar Sigurðsson, en þeir hafa gert og leita álits og vits hjá honum um þessi mát, sem við erum að ræða, þessi viðkvæmu og þýðingarmiklu mál íslensku þjóðarinnar.