16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (1692)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Frsm. meiri hl. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Sjútvn. Nd. hefur komið saman til fundar, eins og ég veit að öllum hv. dm. er ljóst. Nefndin varð sammála um eftirfarandi afgreiðslu á þeim mátum sem til umr. voru:

Nefndin hefur rætt framkomnar till. á þskj. 235 og 242. Meiri hl. nefndarinnar getur ekki mælt með samþykkt þeirra. Efni till. hafði áður að verulegu leyti verið rætt í nefndinni og þá kom það sjónarmið skýrt fram, sem meiri hl. styður, að ekki sé tiltækt að svo komnu að móta það skipulag, sem þar er gert ráð fyrir, að leggja málið fyrir Alþingi í formi þáltill. Hins vegar hefur meiri hl. lagt áherslu á fullt samráð ráðh. um framkvæmd málsins við hagsmunaaðila í sjávarúrlegi svo og sjútvn. þingsins. Vísast um það til nál. meiri hl. þar sem undirstrikaður er vilji meiri hl. til þess að tryggja fullt samráð ráðh. við nefnda aðila. Hefur hann gefið skýrar yfirlýsingar um að hann muni leggja sig fram um slíkt samráð.

Meiri hl. getur ekki tekið undir önnur efnisatriði sem fram koma á þskj. 242, en minnir á að í frv. er ákvæði um að lögin skuli aðeins gilda í eitt ár.

Meiri hl. leggur áherslu á að eigi síðar en næsta haust og áður en þing kemur saman verði unnið að endurskoðun laganna í ljósi þeirrar reynstu sem þá verður fengin svo unnt sé að leggja málið fyrir Alþingi fyrir árslok.

Undir þetta rita Stefán Guðmundsson, Garðar Sigurðsson, Ingvar Gíslason, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Gunnar G. Schram.