16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Frsm. meiri hl. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég skal ekki níðast á tímanum og hef ekki gert það, en ég ætla að svara því sem um er spurt og það er sjálfsagt að verða við því.

Hjá okkur var flm. annarrar till., Guðmundur Einarsson, og við ræddum um hans till. allnokkuð, en staðreynd málsins er sú með till. þar sem 1. flm. er Steingrímur J. Sigfússon að hún er nokkuð mikið frábrugðin þeim hugmyndum sem meiri hl. nefndarinnar hefur verið að fjalla um. Þess vegna sáum við ekki að það væri á þeim tíma sem við höfðum nokkur vegur að ná samstöðu um slíkt.