16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (1696)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Frsm. minni hl. (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Ég get skýrt í örfáum orðum frá því sem fram fór í nefndinni. Ég skýrði meginatriði þessara tveggja brtt. sem þarna liggja frammi. Það sem máli skiptir er hvort menn vilja í fyrsta lagi að mörkuð sé stefna um hlutdeild þingsins í mótun fiskveiðistefnu. Það er höfuðmálið og það er það sem er sameiginlegt með báðum þessum brtt. Menn getur síðan greint á um hvort rétta formið til þess sé þáltill. eða lagasetning eða einhver önnur aðferð. Ég held að hægt sé að gera langt mál stutt með því að segja bara að stefna eða skoðun meiri hl. nefndarinnar komi greinilega fram í því meirihlutaáliti sem hér er lýst, þannig að segja má að alveg hafi verið hafnað þeirri hugmynd að sú stefnumótun eða verkaskipting milli þings og framkvæmdavalds verði tekin upp sem lögð er til í brtt.