17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (1782)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka hlýhug deildarinnar í minn garð og tilburði hennar til að hjálpa mér við að skilja þessa tillgr. Ég vil benda hv. dm. á að fyrri mgr. getur mjög vel staðið ein sér og með því að óskað er atkvgr. um þessar greinar sitt í hvoru lagi gefst mönnum kostur á að fella hina síðari, ef þeim sýnist svo, og stendur þá fyrri greinin ein sér og stendur fyrir sínu að mati flm. (Forseti: Það verður að líta svo á að skilningur hv. flm. sé ofar öðrum skilningi.)