17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (1787)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að þetta sé úrslitagrein þess frv. sem hér liggur fyrir. Greinin gerir ráð fyrir að Alþingi afsali sér valdi í þessu efni í hendur sjútvrh. og fer þar með fram, ef greinin verður samþykkt, eitthvert mesta valdaafsal löggjafarsamkomunnar í hendur framkvæmdavaldsins sem dæmi eru til um. Ég mun því segja nei við þessari till. jafnframt því sem ég vil láta það koma fram að verði hún samþykkt, svo sem flest bendir til, mun ég fyrir mitt leyti sitja hjá að öðru leyti um greinar þessa frv. og segi nei.