17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2062 í B-deild Alþingistíðinda. (1788)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Ég hefði talið eðlilegt að afgreiðslu þessa máls væri frestað þar til þing kæmi saman að loknú jólaleyfi, en þar sem svo verður ekki byggist afstaða mín í atkvgr. m.a. á eftirfarandi:

Þar sem ekki liggja fyrir nauðsynleg frumgögn né fastmótaðar hugmyndir um hugsanlega útfærslu veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands samkv. fram lögðu frv., þrátt fyrir miklar umr. á Alþingi og eindregnar óskir margra hv. alþm. þar um, og þar sem ekki liggur fyrir hvernig leysa skuli gífurleg og nú þegar óleyst rekstrarvandamál útgerðarinnar, sem munu verða enn meiri við kvótakerfi á veiðum, get ég ekki á þessu stigi veitt þessu frv. brautargengi og segi nei.

Ég mun sitja hjá við atkvgr. um 2. gr.