19.12.1983
Efri deild: 38. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það eru 8 á mælendaskrá og ég hafði hugsað mér að halda áfram fundi a.m.k. til kl. 1 til 1.30. Ekki veit ég hvort okkur tekst að ljúka þessari umr. fyrir þann tíma og koma málinu til nefndar, en ef það tekst ekki, sem reyndar er nokkurn veginn víst að verður, verðum við að halda áfram í kvöld og þá í nótt eftir því sem tilefni gefast til, en erfitt er að segja til um hvenær hægt verður að halda deildafundi í dag vegna fundar í Sþ. og jafnvel þingflokksfunda. En ég vil biðja menn að vera undir það búna að hér verði fundir í dag, kvöld og nótt, eftir því sem tilefni gefast til. (Gripið fram í: Á morgun kannske líka?) Ja, þess vegna, en nú erum við aðeins að tala um daginn í dag.