19.12.1983
Neðri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2149 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Það er að sjálfsögðu ekkert sem mælir gegn því að hægt verði að ljúka 1. umr. um þetta mál og semja um hvernig hún fer fram. Það hafa engar tilraunir verið gerðar til slíks. Við erum að sjálfsögðu reiðubúin til þess í Alþb. fyrir okkar leyti að reyna að stuðla að því að það verði sem greiðust umr. um málið. Ég skora á hæstv. forseta Nd. að beita sér fyrir því að samkomulag verði gert um hvenær og hvernig málið verði tekið fyrir og það afgreitt frá 1. til 2. umr. Jafnframt vil ég beina því til hæstv. forseta að málið verði tekið fyrir þegar á dagskrá næsta fundar, þannig að ljóst sé að það sé komið í röð þeirra forgangsmála sem ræða á áður en þing fer í jólahlé.