19.12.1983
Neðri deild: 36. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (1911)

161. mál, málefni aldraðra

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Vegna þessara orða hæstv. forseta vil ég taka það fram að ef sú hugsun er ríkjandi hjá einhverjum þm. að fara að koma með brtt. við þetta samkomulagsfrv., þá geta einstakir þm. áskilið sér rétt til að koma með margar brtt. við þetta frv. og náttúrlega lögin í heild. Ég geri ráð fyrir því að málið verði ekki svo einfalt í meðförum að það sé hægt að segja: Við ætlum að gera þetta hér, og svo renni það í gegnum Ed.