20.12.1983
Efri deild: 41. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2243 í B-deild Alþingistíðinda. (1943)

166. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breytingu á lögum nr. 75 14. sept. 1981, um tekju- og eignarskatt, sbr. lög nr. 21 frá 23. mars 1983, um breyting á þeim lögum. Frv. þetta er lagt fram í hv. Nd. og hefur hlotið afgreiðslu þar. Nauðsynlegt er að frv. þetta hljóti hér skjóta afgreiðslu af ástæðum sem öllum hv. þm. þessarar hv. deildar er vel kunnugt um, enda samkomulag um afgreiðslu á því fyrir jólafrí þm.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hv. stjórnarandstæðingum fyrir góða samvinnu í þessu máli og legg til að málinu verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. og hv. fjh.- og viðskn.