20.12.1983
Efri deild: 43. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2245 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

Þingfrestun

Þingfrestun. Farseti (Salome Þorkelsdóttir):

Þar sem þetta er síðasti fundur hv. Ed. fyrir jólahlé vil ég þakka hv. þdm. fyrir mjög svo ánægjulega samvinnu það sem af er þessu þingi. Sérstaklega er ástæða fyrir mig að þakka hv. þdm. fyrir umburðarlyndi í minn garð. Góð samvinna hefur gert það að verkum að störf í deildinni hafa gengið með eindæmum vel.

Ég vil sömuleiðis flytja skrifstofustjóra Alþingis og öllu starfsliði bestu þakkir fyrir þeirra störf og ánægjulega samvinnu. Ég óska þeim og hv. þdm. og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Þeim sem um langan veg eiga heim að sækja óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og bið þess að við megum öll hittast heil til starfa á hinu háa Alþingi á næsta ári.