20.12.1983
Sameinað þing: 35. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1962)

158. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. á þskj. 228 um frestun á fundum Alþingis samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillgr. er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 20. des. 1983 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 23. jan. 1984.“

Ég geri ráð fyrir því að verði þessi till. samþykkt verði þingi frestað í lok fundar Sþ. nú í dag.

Það mun ekki vera venja hér síðari ár að till. sem þessi fari til nefndar og geri ég því ekki till. um nefnd.