24.01.1984
Sameinað þing: 37. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2259 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

Framlenging leyfis frá þingstörfum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Alþingi, 23. janúar 1984. Ellert B. Schram, 6. þm. Reykv., hefur ritað mér eftirfarandi bréf:

„Þar sem ég er senn á förum til nokkurrar dvalar erlendis og get af öðrum persónulegum ástæðum ekki sótt þingfundi óska ég eftir því að leyfi mitt frá þingstörfum verði framlengt til loka þess þings sem nú situr og þá án launa sem fyrr. Óska ég þess að varamaður minn, Geir Hallgrímsson, gegni áfram þingmennsku í minn stað.“

Þetta tilkynnist yður hér með, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Geir Hallgrímsson utanrrh. á setu á Alþingi sem ráðh. Hann hefur setið fyrr á þessu þingi sem þm. og ég býð hann velkominn til starfa sem slíkan.