24.01.1984
Sameinað þing: 37. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2280 í B-deild Alþingistíðinda. (2016)

130. mál, endurgreiðsla söluskatts af snjómokstri

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég hef boðið alþm. öllum að koma upp í fjmrn. og kanna hvort úttekt fjármála, sem ég hef dreift og sem var gerð 26. maí, er rétt eða röng. Og ég vil spyrja: Var það meining hæstv. fyrrv. fjmrh. að bæta enn þá meira við skuldir í Seðlabankanum til að endurgreiða á miðju sumri af snjómokstri frá vetrinum áður? Með hvaða peningum átti þá að borga? (RA: Það átti ekki að byrja að borga fyrr en á þessum vetri.) Nú, bara þegar ábyrgðin var komin yfir á einhvern annan. Það skil ég vel því að fyrrv. ríkisstj. kom ábyrgð almennt yfir á næstu ríkisstj. og aðra aðila. Þannig voru öll vinnubrögðin — ekki bara í þessu máli heldur öllum. Þá hef ég ekki miklu meira um þetta mál að segja. Þá skil ég málflutning fyrrv. hæstv. fjmrh. (RA: Það snjóar ekki á sumrin.) Það snjóar á veturna.