25.01.1984
Efri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2321 í B-deild Alþingistíðinda. (2043)

167. mál, veiting ríkisborgararéttar

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég mæti hér fyrir frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Í 1. gr. frv. eru nöfn 26 manna sem fullnægja þeim skilyrðum sem sett hafa verið af allshn. beggja þd. um möguleika á íslenskum ríkisborgararétti nú þegar eða á næstu mánuðum. Auk þess hafa rn. borist fleiri umsóknir sem ekki eru taldar fullnægja skilyrðunum. Þær verða einnig sendar allsherjarnefndum til frekari skoðunar ef þar kynnu að vera einhverjir sem Alþingi mundi fallast á að bættust í þennan hóp.

Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.