25.01.1984
Efri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2324 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

152. mál, skemmtanaskattur

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Aðeins örstutt aths. Menn leiðrétti mig þá ef ég hef einhvern rangan skilning á málinu, en þar sem hér er um skattheimtu að ræða þó að ráðstöfun þessara tekna fari svo fram með einhverjum sérstökum hætti, er þá ekki eðlilegra að fjh.- og viðskn. fjalli um þetta mál en menntmn.? Það var eiginlega mín spurning.