25.10.1983
Sameinað þing: 7. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (206)

451. mál, starfsemi Íslenskra aðalverktaka

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég vil leitast við að svara hér fsp. frá hv. 3. þm. Reykv. varðandi jafnréttislög. Eins og fsp. hans ber með sér þá spyr hann um það hvað ríkisstj. ætli að gera í því að leggja fram tillögur um breytingu á jafnréttislögum sem unnar hafa verið á vegum fyrrv. ríkisstj.

Rétt er að taka það fram að frv. það sem um er rætt, þ.e. frv. til l. um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karta samið af sérstakri nefnd, lá á borðum í félmrn. þegar ég tók þar við í vor. Þetta frv. var samið af sérstakri nefnd. Það var nefnd sem átti að fjalla um jafnréttismál karla og kvenna og var eitt af meginverkefnum hennar tillögugerð um breytingu á jafnréttislögum með tilliti til þeirrar reynslu sem fengist hefur frá því að núgildandi lög voru sett. Í tillögunum átti nefndin að taka mið af jafnréttisályktun Sameinuðu þjóðanna frá 1980 og samstarfi því sem á sér stað á norrænum vettvangi um jafnréttismál. Enn fremur átti nefndin í starfi sínu að hafa samráð og samvinnu við Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag Íslands, Rauðsokkahreyfinguna, Kvenfélagasamband Íslands og jafnréttisnefndir sveitarfélaga.

Mér þykir rétt að geta hér höfunda að þessu frv. sem um er rætt. Þeir voru Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður starfsmannafélagsins Sóknar, Arndís Björnsdóttir kaupmaður, Berglind Ásgeirsdóttir sendiráðsritari, Bergþóra Sigmundsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur og formaður Jafnréttisráðs, Ingibjörg Hafstað kennari, María Pétursdóttir formaður Kvenfélagasambands Íslands, Sigríður Thorlacius ritstjóri, sem nefndin kaus ritara, og Vilborg Harðardóttir útgáfustjóri sem var skipuð formaður nefndarinnar.

Hv. fyrirspyrjandi hefur þegar getið helstu nýmæla í þessu frv. Það er skemmst frá því að segja að ég tók þá ákvörðun að leggja þetta frv. óbreytt fyrir ríkisstj. og gerði það um mánaðamótin júlí-ágúst. Þar var ákveðið að leggja frv. til frekari umfjötlunar fyrir þingflokka þá er styðja ríkisstj. og þar er það enn, að mér skilst á lokastigi. Þetta frv. var í fullkomnu samkomulagi ákveðið á málaskrá ríkisstj. til að leggja fyrir Alþingi sem nú situr og ég geri því ráð fyrir því að strax þegar fyrir liggur stuðningur þingflokka ríkisstj. við málið verði það lagt fram hér á hv. þingi sem stjórnarfrv. Það er enginn ágreiningur um það meðal stjórnarflokkanna að leggja þetta mál fram á þessu þingi. Hins vegar var talið eðlilegt og er sjálfsagt að láta skoða það í þingflokkunum. Hér er vissulega um stórt og mikið mál að ræða og talsvert miklar breytingar írá gildandi lögum, sem gert er ráð fyrir að falli úr gildi með þessu frv., ef að lögum verður. Það er þess vegna eðlilegt að menn vilji taka sér nokkurn tíma til að skoða það. En eftir nýjustu fréttum að dæma er mjög stutt í það að þingflokkarnir skili sínu áliti til ríkisstj. og þá mun ég strax hefjast handa um að láta setja frv. í þann búning sem samkomulag er um. Ég vænti þess að það verði mjög fljótlega.