25.01.1984
Neðri deild: 40. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2345 í B-deild Alþingistíðinda. (2069)

126. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Menntmrn. hefur rætt þetta mál á fundi sínum. Hér er um þá breytingu á núgildandi lögum um skipun prestakalla og prófastsdæma og um Kristnisjóð að ræða að gerð er till. um að annar Vestmannaeyjapresta verði héðan í frá farprestur. Er um þetta fullt samkomulag innan kirkjunnar. Með hliðsjón af því, að þessi breyting hefur í för með sér sparnað á opinberu fé og stuðlar að betri kristni í landinu, þá mælir nefndin með að frv. verði samþykkt.