25.01.1984
Neðri deild: 40. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2350 í B-deild Alþingistíðinda. (2078)

149. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Iðnrh. (Sverrir Hermannsson):

Virðulegur forseti. Ég má til, þar sem í hlut á svo breiðvaxinn stuðningsmaður hæstv. ríkisstj. sem hv. 5. þm. Vestf. er, að koma hér strax á framfæri leiðréttingu.

Þannig segir í Steingrímskveri: „Sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrá þjónustufyrirtækja sinna.“ Það stendur nefnilega ekki til að gera neina sérstaka athugun á þessu. Þessu er slegið í gadda í þessu kveri.