25.01.1984
Neðri deild: 40. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2357 í B-deild Alþingistíðinda. (2085)

14. mál, verslunaratvinna

Flm. (Svavar Gestsson):

Virðulegi forseti. Það er nú alllangt liðið síðan fyrri hluti umræðunnar um þetta mál, breyt. á lögum um verslunaratvinnu, fór hér fram, en frv. sem hér um ræðir og er nú á dagskrá gerir ráð fyrir að settar verði ákveðnar reglur varðandi leyfi til að stunda innflutningsverslun. Ég held að í rauninni hafi flest það verið komið fram sem máli skiptir um mál þetta í þeirri ítarlegu umr. sem fór hér fram fyrir hátíðarnar. Ég tel ekki ástæðu til að orðlengja frekar þar um og vænti þess að málið fái skjóta og skýra meðferð í hv. fjh.- og viðskn., sem væntanlega fær málið til meðferðar.