31.01.1984
Sameinað þing: 40. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2481 í B-deild Alþingistíðinda. (2163)

146. mál, umhverfismál

Fyrirspyrjandi (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka ráðh. greinargóð svör en ég hef ýmsar aths. við þessi svör. Það er auðvitað ekki beint verkefni forsvarsmanna heyrnleysingja að hrinda af stað kennslu í táknmáli eða undirbúa jarðveginn að slíkri kennstu þó að vitaskuld sé allt samstarf við þá bráðnauðsynlegt í þeim mátum. Fyrst nú kemur fram að ekki eru til nægileg gögn til að hefja markvissa kennstu í táknmáli held ég að samt væri hægt að byrja með þeim 3000 orðum sem til eru eins og kom fram í máli ráðh. og þeirri þekkingu sem er nú þegar á þessu máti. Það væri hægt að byrja með örlitla kennslu t.d. í neðri bekkjum grunnskólans. Ég þekki litla 5 ára stelpu sem hafði kost á því að læra nokkur orð í táknmáli og hafði mjög gaman af, og var fljót að tileinka sér það, börnin gera þetta að leik. Þannig að hægt væri að ýta þessu úr vör þó að enn sé mikið starf óunnið í þá veru að hægt sé að taka upp kennslu í táknmáli sambærilega t.d. við kennslu í erlendu máli.

Ég vil aðeins ítreka það að þegar sé reynt að fara af stað með einhvers konar almenna kennslu á því sem fyrir liggur. Eins tek ég undir þá hugmynd að í sjónvarpi verði fastur þáttur þar sem komið er upplýsingum á framfæri um það hvernig heppilegast er að umgangast heyrnarlausa eins og ráðh. orðaði það og þeirri kennslu í táknmáli sem við verður komið á þessu stigi málsins.