11.10.1983
Neðri deild: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég býð þá skrifara sem kosnir hafa verið velkomna til starfa og vona að við forsetar eigum við þá jafnánægjulegt samstarf, því að samstarf við þá er mjög mikilvægt fyrir starfsemi deildarinnar, og veit ég einnig að hv. þdm. taka undir góðar óskir um farsælt starf og samstarf skrifara við forseta og við deildina.