01.02.1984
Neðri deild: 42. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2523 í B-deild Alþingistíðinda. (2204)

140. mál, lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli

Steingrímur J. Sigfússon:

Virðulegi forseti. Það er aldeilis með ólíkindum hvað þessi hv. síðasti ræðumaður kemur víða við í máli sínu. Hér vitnar hann í Laxness og Stalín og fer í stuttu máli yfir utanríkisstefnu Svía og fer vítt og breitt um heimsbyggðina en talar sem minnst um það sem hér er verið að ræða um í dag sem er þessi flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli. Af því hann fór hér út í prósentureikning þá gerði ég það að gamni mínu að setja það niður á blað að sennilega væri 99,98% fylgi á Íslandi við þá skoðun að líftóra hv. þm. og ritara deildarinnar væri ekki frelsi fósturjarðarinnar virði. En þá eru eftir þessi 0,02% sem er svona um það bil eitt mannígildi á Ístandi sem er kannski á annarri skoðun.

Að síðustu af því að þessi hv. þm. talar hér af miklu gáleysi um mannslíf og vitnar fram og til baka ætla ég að segja við hann að lokum að ég vona hans vegna að hann standi ekki yfir höfuðsvörðun einhverra samlanda sinna í flugslysi á Vestfjörðum með splunkunýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli.