02.02.1984
Sameinað þing: 42. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2563 í B-deild Alþingistíðinda. (2232)

109. mál, ilmenitmagn í Húnavatnssýslum

Egill Jónsson:

Herra forseti. Með sama hætti og þegar þessi till. var til meðferðar fyrir einu ári lýsi ég yfir stuðningi mínum við hana og vildi gjarnan greiða gang hennar í gegnum Alþingi eftir því sem í mínu valdi stendur. Ég undirstrika það hins vegar, sem kom raunar fram í framsöguræðu hv. flm. Stefáns Guðmundssonar, að ilmenit er víðar að vinna en í Húnaþingi og m.a. á Austurlandi. E. t. v. á ekkert byggðarlag djúpberg í jafnríkum mæli og einmitt það sem ég telst til. E,g vildi þess vegna leggja áherslu á að við frekari afgreiðslu málsins á Alþingi verði tekið tillit til þessa máts með það fyrir augum að þær námur sem menn hafa vitneskju um hér á landi verði teknar til rannsóknar.