07.02.1984
Sameinað þing: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2625 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

412. mál, starfsskilyrði myndlistarmanna

Fyrirspyrjandi (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Hinn 21. maí 1981 var samþykkt svohljóðandi þáltill. á Alþingi:

„Alþingi ályktar að feta ríkisstj. að skipa sex manna nefnd, er kanni starfsskilyrði myndlistarmanna hér á landi og geri till. um, hversu hið opinbera geti best örvað sjálfstæða listsköpun með því að myndlistarmönnum sé skapaður viðunandi starfsgrundvöllur. Nefndin skal hafa samráð við félög myndlistarmanna og þær stofnanir, sem starfa að myndlistarmálum.

Menntmrh. skal skipa nefndina samkvæmt tilnefningu þingflokka og Sambands ísi. sveitarfélaga er tilnefni sinn nefndarmann hvert. Formaður nefndarinnar skal skipaður án tilnefningar.

Kostnaður við störf nefndarinnar skal greiddur úr ríkissjóði“.

Í nóv. sama ár skipaði þáv. hæstv. menntmrh. nefndina og var formaður hennar Einar Hákonarson listmálari, en hann lét af störfum áður en nefndin skilaði áliti og við tók Sveinn Björnsson listmálari. Nefndin skilaði síðan áliti í nóv. 1982 og lagði áherslu á þrjú meginatriði sem mikilvæg væru til að starfsskilyrði myndlistarmanna mættu batna.

Í fyrsta lagi hvatti nefndin til þess að frv. sem þá lá fyrir Alþingi um listskreytingasjóð ríkisins næði fram að ganga, enda varð það að lögum 1982.

Í öðru lagi lagði nefndin áherslu á stofnun Launasjóðs myndlistarmanna sem nýttur væri á svipaðan hátt og Launasjóður rithöfunda. Meiri hl. nefndarinnar skilaði raunar drögum að frv. þess efnis.

Í þriðja lagi lagði nefndin áherslu á að tollum yrði létt af efni sem myndlistarmenn nota við list sína. Innfluttur varningur, svo sem litir, pappír, trönur, penslar og fleiri slíkar vörur, er hátollaður og því oft erfitt fyrir listamenn, sem oft þurfa að bíða þess lengi að verk þeirra seljist, að leggja út fyrir þessum vörum. Nefndin hvatti mjög til breytinga á lögum um tollskrá, sem léttu af þessum tollum.

Auk þessara atriða ræddi nefndin um greiðstu fyrir sýningarrétt og prósentuhluta af endursölu listaverka. Síðan nefndin skilaði áliti í nóv. 1982 hefur lítið verið aðhafst svo að séð yrði, eins og svo oft áður, og væri raunar fróðlegt að vita hversu mörg slík nái. liggja rykfallin í skúffum ráðherra landsins. En nú í haust skipaði hæstv. núv. menntmrh. nefnd sem gera á atmenna úttekt á fyrirkomutagi launa og styrkja til listamanna og gera tillögur um það. Í þessari nefnd er hv. þm. Halldór Blöndal formaður, en hann var 1. flm. áðurnefndrar þáttill. Aðrir í nefndinni eru Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Jón Sigurðsson skólastjóri á Bifröst og Baldur Guðlaugsson lögfræðingur. Ritari nefndarinnar er frá rn., Sólveig Ólafsdóttir.

Ekki hef ég neina ástæðu til að ætla annað en að þessi nefnd sé nú að störfum, en umfang verkefnisins er svo mikið að varla er að vænta tillagna á næstunni. Þess vegna hef ég leyft mér að bera fram þá fsp. til hæstv. menntmrh. sem finna má á þskj. 309 og hljóðar svo:

„Er fyrirhugað að flytja frv. til l. um starfsskilyrði myndlistarmanna samkv. till. nefndar sem skipuð var 2. nóv. 1981 samkv. ályktun Alþingis og lauk störfum 21. nóv. 1982?“

Vil ég þá jafnframt biðja hæstv. ráðh. að upplýsa hvort aðgerðir í málefnum myndlistarmanna bíði meðan núverandi nefnd situr að störfum.