08.02.1984
Neðri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2725 í B-deild Alþingistíðinda. (2344)

140. mál, lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Forsrh. og fjmrh. hafa manna oftast undanfarna daga, vikur og mánuði barmað sér yfir efnahagsástandinu og litlu svigrúmi og beðið almenning um skilning og þolinmæði og lagt á hann þungar byrðar.

Í athugasemdum með frv. sem hér er til umr. stendur m.a., með leyfi forseta:

„Hlutur Íslendinga, 22 millj. dala, er háður samþykki Alþingis, en fyrirvari er um að áfangagreiðslur af hálfu Íslendinga verði ákveðnar í ljósi ríkjandi efnahagsástands á hverjum tíma á meðan á framkvæmdum stendur“.

Er nú ekki nokkurt ósamræmi í þessum yfirlýsingum og þeim áformum um lántökur til óarðbærra framkvæmda, eins og þessa ótímabæra mannvirkis, sem hér eru til umræðu?

Í athugasemdum við einstakar greinar er svo tínt til hvernig lántökum þessum yrði skipt á milli ára. Það er talað um 2.9 millj. dala á árinu 1984, 4.5 millj. dala á árinu 1985, 9.5 millj. dala 1986 og 4.7 millj. dala á árinu 1987. Það er út af fyrir sig ágætt að vita til þess að við Íslendingar skulum hafa von í svona miklu lánstrausti í útlendum lánastofnunum. Við kvennalistakonu; vildum gjarnan taka þátt í að ráðstafa upphæðum af þessari stærðargráðu til atvinnuuppbyggingar og annarrar arðbærrar fjárfestingar.

Þær stöllur mínar, Sigríður Dúna og Guðrún, hafa báðar lýst afstöðu Kvennalistans í þessu máli. Það eru aðeins tvær athugasemdir sem ég vildi gera vegna þeirra umr. sem hér hafa orðið.

Fjmrh. minntist í umr. hér 1. febr. á framtag ríkisins til Lánasjóðs ísi. námsmanna. Mér finnst hart að heyra þessum málum jafnað saman. Mér finnst það að tryggja ungu fólki jafnrétti til náms, ungu fólki sem ætlar að greiða lán sín aftur verðtryggt, atgjörlega ósambærilegt við erlenda lántöku til að byggja flugstöð sem nýtist að miklum hluta aðeins þeim efnameiri. Það er enginn vafi í mínum huga á hvor aðgerðin á að hafa forgang.

Í öðru lagi sagði utanrrh. áðan að hagnaður af rekstri flugstöðvarinnar mundi standa undir lántöku vegna þessarar byggingar og af því tilefni vildi ég gjarna spyrja hann: Til hvað framkvæmda eða aðgerða hefur hagnaður af rekstri fríhafnarinnar eða flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli farið hingað til eða ætlar utanrrh. að hagnaðaraukinn verði slíkur af rekstri þessarar nýju flugstöðvar að hann einn nægi til að greiða af lánunum?

Og ég vildi líka koma því hér á framfæri að mér finnst nær að byggja fyrst upp ferðaaðstöðuna úti um land en að byggja flott suður á Keflavíkurflugvelli.