09.02.1984
Sameinað þing: 46. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2755 í B-deild Alþingistíðinda. (2369)

169. mál, umfang skattsvika

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég er ekki undir það búinn að svara þeim fsp. sem til mín bárust nú frá virðulegum síðasta ræðumanni en ég tel sjálfsagt að láta kanna hvernig að er staðið í rannsóknum á skattamálum almennt og hvað hægt er að gera til þess að þær verði virkari ef um veruleg svik er að ræða. Þær fullyrðingar tek ég ekki undir þó að ég telji sjálfsagt að þetta verði kannað.

Að gera ráð fyrir því að allt að 33% af áætluðum þjóðartekjum séu svikin undan skatti, það eru stór orð. Að sjálfsögðu ber að kanna sannleiksgildi þeirra. Hér er um það stórt mál að ræða að við höfum ekki efni á því að láta það sem vind um eyrun þjóta þegar virðulegur þm. ber slíkt á borð úr þessum hv. ræðustól. Ég reikna með því að ef fullyrðingarnar eru réttar þurfi að stórefla skatteftirlit hér á landi. En við skutum fyrst athuga hvort það er líka rétt að skattsvikarar séu teknir einhverjum silkihönskum, því að slíkt getur náttúrlega ekki gengið. En starfandi er skattrannsóknadeild.

Ég styð það að þessari till. verði vísað til allshn. og að sjálfsögðu verða þá þeir sem vinna að þessum málum fyrir hönd og í fjmrn. kallaðir til að gefa upplýsingar um hvernig að er staðið og hvað hægt er að gera til að ná betri árangri en hér virðist hafa komið fram.