13.02.1984
Sameinað þing: 47. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2769 í B-deild Alþingistíðinda. (2383)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hafa borist:

„Reykjavík, 7. febr. 1984. Gunnar G. Schram, 2. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, Kristjana Milla Thorsteinsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Bréfi þessu fylgir kjörbréf Kristjönu Millu Thorsteinsson.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 10. febr. 1984. Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Einar Kr. Guðfinnsson, Bolungarvík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Einars Kr. Guðfinnssonar. Ég leyfi mér að biðja kjörbréfanefnd að taka kjörbréf

þessi til rannsóknar. Fundinum er frestað í fimm mínútur. — [Fundarhlé.]