13.02.1984
Neðri deild: 45. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2801 í B-deild Alþingistíðinda. (2416)

129. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Vegna frýjunarorða hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur vil ég segja það að ég tek undir allt það sem hún sagði um skattsvik. Ég vakti raunar máls á þessu við 1. umr. þessa máls og ég held að menn séu komnir að því að annaðhvort þarf að bæta eftirlit með framtali og sköttum eða hreinlega að fella þetta kerfi niður. Kerfi, sem í upphafi var hugsað til jöfnunar á lífsgæðum, held ég að sé orðið kannske einhver stærsta undirrót misréttis í þessu þjóðfélagi. Þetta birtist á ýmsan hátt. Við sjáum t.d. núna, þegar margra vikna, jafnvel mánaða þóf er í samningum um 2-4-6% kauphækkun, að þá skekkjast lífskjör milli fólks og milti stétta um tugi prósenta vegna þess, eins og sagt er innan gæsalappa, „að einn þarf að gefa allt upp en annar ekki“. Fólk er farið að telja þetta með þægindum í sambandi við störf, eins og að hafa góðan stól og bjarta skrifstofu að þurfa ekki að gefa allt upp til skatts. 1Jg vil endurtaka það að ég held að — ef ekki þetta þing þá næsta þing verði raunverulega að velta því fyrir sér hvort þetta lífskjarajöfnunartæki hafi ekki runnið sitt skeið til enda. Annaðhvort þarf að bæta það eða þá að fella það niður.