14.02.1984
Sameinað þing: 48. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2809 í B-deild Alþingistíðinda. (2432)

417. mál, skýrsla Stefáns Jónssonar til utanrríkisráðherra

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. Vestf. lét að því liggja að fjölmiðlar hefðu þann rétt að birta upplýsingar úr þjófstolnum plöggum. Það vekur undrun mína að menn láti sér detta það í hug, ef menn brytust inn í skjalavörslur utanrrn. og hirtu þaðan þau plögg sem þeir vildu, að þeir hefðu frjálsan birtingarrétt á þeim gögnum, merktum „trúnaðarmál“. Er hv. 1. þm. Vestf. ljóst út á hvaða braut hann er að fara?

Ef embættismennirnir eru saklausir, eins og hæstv. utanrrh. sagði, og hann getur fullyrt það hér að embættismennirnir séu saklausir, þá er aðeins ein skýring á því hvers vegna hann getur fullyrt það. Hver er hún? Að hann veit hvaðan plaggið er komið. Sá einn getur fullyrt að embættismennirnir séu saklausir sem veit hvaðan plaggið er komið. Því skyldu menn gera sér grein fyrir. Enginn annar getur fullyrt að embættismenn utanrrn. séu saklausir.

Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur um hvaðan plaggið er komið. En það eru stór orð að lýsa því yfir að embættismennirnir séu saklausir. Það er yfirlýsing um það að hæstv. ráðh. viti hvaðan plaggið er komið.