14.02.1984
Sameinað þing: 50. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2849 í B-deild Alþingistíðinda. (2471)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Þau orð sem hæstv. fyrrv. fjmrh. lét hér falla um aukafjárveitingar er ekki í samræmi við það sem ég álít. Þeir fjárveitingaliðir sem Alþingi hefur samþ. og reynst hafa vanáætlaðir eru kannske eðlilegar aukafjárveitingar, þó að aukafjárveitingar sem slíkar hafi enga stoð í lögum, þó að fjmrh. hafi skapað sér hefð og þá sérstaklega á seinni árum. Það eru ekki þær aukafjárveitingar sem ég á við, heldur þegar nýir fjárveitingaliðir koma inn í fjárl. frá fjmrh. án þess að Alþingi hafi fjallað um þá. Það er það sem ég á við.