21.02.1984
Sameinað þing: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2995 í B-deild Alþingistíðinda. (2582)

Varamaður tekir þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 20. febr. 1984.

Sverrir Hermannsson, 3. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sinnt þingstörfum um sinn leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. á Austurlandi, Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Vopnafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk

um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Bréfi þessu fylgir kjörbréf Tryggva Gunnarssonar. Leyfi ég mér að fara þess á leit við kjörbréfanefnd að hún rannsaki nú kjörbréf þetta. Á meðan verður fundi frestað. — [Fundarhlé.]