21.02.1984
Sameinað þing: 54. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3038 í B-deild Alþingistíðinda. (2635)

194. mál, sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess að þessi þáltill. yrði afgreidd frá Alþingi í dag. Gert hefur verið ráð fyrir því, með sérstöku tilliti til þess að hér er um samkomulags­mál allra þingflokka að ræða, að möguleiki væri að ljúka umr. og atkvgr. fyrir kvöldmat. Nú eru enn þá fjórir á mælendaskrá. Enn mun verða freistað að halda við það að ljúka málinu fyrir kvöldmat. Ég tek það fram að ekki er verið að takmarka umr. hér. Það verður þá að ráðast ef ekki tekst að afgreiða málið fyrir kvöldmat. Þá verður það ekki afgreitt fyrr en síðar. Það of seint að fara að boða fund í Sþ. í kvöld. — Ég vænti þess að menn verði svo góðir að hafa í huga það sem hér hefur verið sagt.