22.02.1984
Sameinað þing: 55. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3044 í B-deild Alþingistíðinda. (2645)

194. mál, sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Í þessari till. er ályktað að fela ríkisstj. að kanna til fullnustu möguleika á samkomulagi við Grænlendinga um sam­eiginleg hagsmunamál. Það ber að harma að á þeim tíma sem liðinn er síðan till. kom fram hefur af hálfu ríkisstj. skort mjög á um að þessi mál væru tekin nægilega föstum tökum. Hvorki hæstv. forsrh.hæstv. utanrrh. hafa léð þessu máli þann þunga sem nauðsynlegur er og óhjákvæmilegur samkvæmt grund­vallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Í trausti þess að hæstv. ríkisstj., sérstaklega hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh., taki nú upp ný vinnubrögð í þessu máli og komi í veg fyrir frekari mistök en þeim hafa nú þegar orðið á í þessu máli segi ég já.