22.02.1984
Sameinað þing: 55. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3044 í B-deild Alþingistíðinda. (2646)

Um þingsköp

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil mótmæla harðlega þeim ásökunum sem komu fram hjá hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann gerði grein fyrir atkv. sínu. Ég tel það í hæsta máta óviðeigandi að þannig sé sá réttur notaður, eins og hann gerði hér áðan, þegar ekki er tækifæri til að svara.

Staðreyndin er sú, eins og fram kom í umr., að vandlega hefur verið fylgst með þessum málum og reynt að hafa á þau þau áhrif sem unnt er. Þessu var öllu lýst í gær og ég vísa á bug þeim ásökunum sem fram komu og eru ekki til að styrkja okkar málstað.