22.02.1984
Neðri deild: 50. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3064 í B-deild Alþingistíðinda. (2672)

196. mál, lausaskuldir bænda

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Til þess að koma í veg fyrir að hér þurfi að fara fram atkvgr. milli tveggja nefnda beindi ég þeim tilmælum til formanna þessara tveggja nefnda við umr. hvort þeir gætu ekki fyrir sitt leyti fallist á að nefndirnar fjölluðu sameigin­lega um málið, a.m.k. um fjáröflunarþátt þess. Áður en atkvgr. færi fram væri æskilegt að þeir gætu upplýst hvort þeir gætu ekki fyrir sitt leyti samþykkt að nefndirnar fjölluðu sameiginlega um þann þátt málsins. Það er ljóst að fjh.- og viðskn. er að fjalla um lánsfjáráætlun og ekki er gert ráð fyrir þessu þar. Nauðsynlegt er að fjalla um málið í nefndinni. Ég vildi ítreka þessi tilmæli til formannanna tveggja áður en atkvgr. fer fram.