22.02.1984
Neðri deild: 50. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3065 í B-deild Alþingistíðinda. (2676)

196. mál, lausaskuldir bænda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég hygg að ekki sé um að ræða brtt. Tvær tillögur koma fram, tvær uppástungur. Ég vil taka undir það, sem hv. þm. sagði, að venjan hefur verið sú, öll þau ár sem slík mát hafa komið fyrir, og ég var búinn að benda hv. þd. á það, að vísa þeim málum til landbn. Venjan og hefðirnar eru því fyrir hendi í þessu.

Það verður nafnakall um till. landbrh. skv. sérstakri ósk, en vegna þess hvað margir varamenn eru hafa skrifarar óskað eftir stundarkorni til að leiðrétta nafna­lista deildarinnar.

Till. um að vísa málinu til landbn. samþ. með 22:13 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: KMT, HÁ, HBI, EKG, MÁM, ÓE, ÓÞÞ, PP, PJ, PS, RH, StG, SV, TG, ÞP, ÞS, AS, BÍG, EH, FÞ, GB, IG.

nei: ÓRG, GA, GHelg, HG, JS, SighB, KH, KMK, SJS, SvG, GS, GeirG, GE.

Fimm þm. (JBH, KJ, StH, GeirH, FrS) voru fjarstaddir.

Tveir þm. gerðu svofellda grein fyrir atkv. sínu: