23.02.1984
Sameinað þing: 56. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3109 í B-deild Alþingistíðinda. (2700)

Varamaður tekir þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjör­bréfanefnd hefur kannað kjörbréf fyrir Jón Sveinsson lögfræðing, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Vesturlands­kjördæmi. Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt at­hugavert við kjörbréfið og leggur til að það verði samþykkt.

Ennfremur hefur kjörbréfanefnd athugað kjörbréf fyrir Kjartan Ólafsson ritstjóra, sem er 1. varaþm. landsk. þm. Alþb. Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt athugavert við kjörbréfið og leggur til að það sé samþykkt.

Loks hefur kjörbréfanefnd kannað kjörbréf fyrir Braga Michaelsson, sem er 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, en 1. varaþm. Sjálfstfl. í því kjördæmi situr á þingi. Kjörbréfanefnd hefur athugað þetta kjörbréf og hefur ekki fundið neitt athugavert við það og leggur til að það sé samþykkt.