29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3288 í B-deild Alþingistíðinda. (2831)

31. mál, kosningar til Alþingis

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég minnist þess að í félmrh.-tíð hv. 3. þm. Reykv. flutti ég hér till. til þál. um að reiknuð skyldi út framfærsluvísitala á hinum ýmsu stöðum á Íslandi. Ég man ekki betur en hann hafi lagt sérstakt kapp á að drepa það mál, koma í veg fyrir að hægt væri að fá á hlutlausan hátt úttekt á því, hvaða þættir það væru aðallega sem yllu ójöfnum framfærslukostnaði, en vissulega hefði slík grunnrannsókn þurft að vera undanfari þess að hægt væri að flytja hér frv. eins og formenn stjórnmálaflokkanna hafa lofað að gera.

Og minnugur þess að þar kom mjög skýrt fram hans afstaða til þess hvað hann teldi eðlilegt og sanngjarnt í þessu sambandi, þá liggur það alveg ljóst fyrir að ég sé ekki ástæðu til að skipta um stjórnmálaflokk.